Enski boltinn

Öruggt hjá Boro þrátt fyrir liðsmun | Öll úrslit dagsins í enska bikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin De Roon skoraði þriðja og síðasta mark Middlesbrough gegn Sheffield Wednesday.
Martin De Roon skoraði þriðja og síðasta mark Middlesbrough gegn Sheffield Wednesday. Vísir/Getty
Þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu Middlesbrough sigur á Sheffield Wednesday í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Lokatölur 3-0, Boro í vil.

Staðan var markalaus í hálfleik en Grant Leadbitter kom heimamönnum yfir á 58. mínútu. Aðeins mínútu síðar var Daniel Ayala rekinn af velli og Boro kláraði því leikinn einum færri.

Það kom þó ekki að sök og Álvaro Negredo og Martin De Roon bættu tveimur mörkum við áður en yfir lauk.

Fjórir aðrir leikir fóru fram í 3. umferðinni í dag.

Hinn 16 ára Ryan Sessegnon tryggði Fulham sigur á Cardiff City í Íslendingaslag. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Fulham en Aron Einar Gunnarsson sat á bekknum hjá Cardiff.

Liverpool gerði markalaust jafntefli við D-deildarlið Plymouth Argyle á heimavelli. Liðin þurfa því að mætast öðru sinni á Home Park, heimavelli Plymouth.

Pedro Rodríguez skoraði tvívegis þegar Chelsea vann 4-1 sigur á C-deildarliði Peterborough. John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik.

Þá vann Tottenham Hotspur 2-0 sigur á Aston Villa á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×