Með því að nýta gömul lög gætu Trump og repúblikanar, samkvæmt AP fréttaveitunni, komist hjá miklum deilum á þinginu og mögulegu málþófi og mótmælum demókrata. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin samkvæmt CNN.
Trump segir að Mexíkó verði seinna meir rukkað fyrir smíði veggsins. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn.
Mexico will pay for the wall - 100%!#MakeAmericaGreatAgain #ImWithYouhttps://t.co/pSFuPZz0xP
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2016
Trump hefur einnig heitið því að veggurinn verði að mestu byggður úr steypu og stáli, en veggurinn var eitt helsta kosningaloforð hans. Hins vegar þykir ólíklegt að lögin sem um ræðir myndu gera stjórnvöldum kleift að byggja svo dýran vegg. Því er líklegra að girðing verði reist.
Trump hefur nú tjáð sig um fréttir morgunsins á Twitter, þar sem hann skammast yfir því að fjölmiðlar geri ekki grein fyrir því að Mexíkó verði rukkað síðar, eins og Trump stakk upp á í október. Bandaríkin muni borga fyrir smíðina á veggnum til að spara tíma. Svo verði Mexíkó þvingað til að borga.
The dishonest media does not report that any money spent on building the Great Wall (for sake of speed), will be paid back by Mexico later!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017
Í tillögunum kemur einnig fram að hægt væri að þvinga Mexíkó til að borga með tollum og með því að koma í veg fyrir ferðalög Mexíkóa yfir landamærin.