Enski boltinn

Fyrrum stjóri Alfreðs ráðinn til Hull

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Silva bíður erfitt verkefni að halda Hull uppi.
Marco Silva bíður erfitt verkefni að halda Hull uppi. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Hull City er búið að finna eftirmann Mike Phelan sem var rekinn í fyrradag.

Nýi knattspyrnustjórinn heitir Marco Silva. Hann er 39 ára gamall Portúgali sem var síðast við stjórnvölinn hjá Olympiacos.

Silva stýrði Olympiacos á síðasta tímabili og gerði liðið að grískum meisturum. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason lék undir stjórn Silvas hjá  Olympiacos fyrri hluta síðasta tímabils.

Silva hefur einnig stýrt portúgölsku liðunum Estoril og Sporting en hann gerði síðarnefnda liðið að bikarmeisturum 2015.

Silva bíður erfitt verkefni hjá Hull en Tígrarnir eru á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stig. Hull hefur bara unnið einn af síðustu 18 deildarleikjum sínum.

Næsti leikur Hull er gegn Swansea City í ensku bikarkeppninni á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Mike Phelan var rekinn í kvöld

Mike Phelan, knattspyrnustjóra Hull City, var í kvöld rekinn úr starfi en Hull er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×