Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Jón hÁKON Halldórsson skrifar 5. janúar 2017 06:00 Formaðurinn Benedikt Jóhannsson verður einn þriggja ráðherra Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21