Erlent

Stormur í Danmörku: Aldagömul met slegin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vatnshæðin hefur ekki verið eins há víðast hvar í Danmörku í heila öld. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vatnshæðin hefur ekki verið eins há víðast hvar í Danmörku í heila öld. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Mikill stormur gengur nú yfir Danmörku með tilheyrandi rigningu og hefur vatnshæðin ekki verið jafnmikil í heila öld víðast hvar í landinu. Stormurinn gengur nú yfir dönsku eyjarnar en nálgast Jótland óðfluga.

Danska veðurfréttastofan segir að veðrið muni ná hámarki á Jótlandi í kringum miðnætti í kvöld á dönskum tíma. Víðast hvar þar sem vatnshæðin hefur vatnsflaumurinn náð í allt að 1,7 metra hæð.

Í bæjunum Køge, Rødvig og Hesnæs á Sjálandi hefur annar eins vatnsflaumur ekki sést í manna minnum og hefur vatnshæðin þar náð 1,6 metra hæð og hefur vatnsflaumur í  þessum bæjum ekki verið eins hár í heila öld.

Samgöngur hafa víðast hvar rofnað vegna veðursins og hafa yfirvöld beðið íbúa við sjávarsíðuna að treysta flóðgarða til að verja heimili sín frá flóðum.

Talið er að stormurinn muni ná hámarki í Jótlandi rétt eftir miðnætti en ekki hafa borist fréttir af slysum á fólki vegna veðursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×