Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Stúlka sem fór sem skiptinemi til Suður-Ameríku á vegum AFS segir samtökin hafa brugðist þegar hún lenti í kynferðisofbeldi. Rætt verður við stúlkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hún segist ekki hafa haft neinn til að leita til og upplifði sig yfirgefna. Framkvæmdastjóri AFS segir öllum verkferlum hafa verið fylgt.

Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Alþingi en formenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa fundað stíft í dag. Við ræðum við þá um gang stjórnarmyndunarviðræðna.

Þá verður fjallað um neyslu amfetamíns á Íslandi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldleggur lítinn hluta af því amfetamíni sem er í umferð í borginni, ef marka má nýja rannsókn.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×