Ísraelskur hermaður sekur um manndráp Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2017 11:07 Elor Azaria með fjölskyldu sinni í dómsal í dag, áður en hann var dæmdur. Vísir/AFP Ísraelskur hermaður hefur verið fundinn sekur um manndráp (e. manslaughter) fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. Herdómstóll sakfelldi hinn 20 ára gamla Elor Azaria í dag, en hann skaut palestínskan mann sem hafði reynt að stinga ísraelskan hermann. Palestínumaðurinn, Abdel Fattah al-Sharif, hafði reynt að stinga annan ísraelskan hermann í borginni Hebron og var særður. Fimmtán mínútum síðar, þar sem Sharif lá á jörðinni skaut Azaria hann í höfuðið. Einn dómaranna þriggja sagði ljóst að útskýring Azaria að ógn hefði enn stafað af Sharif og að hann væri mögulega með sprengjubelti, héldi ekki vatni. Azaria hafði einnig haldið því fram að Sharif hefði þegar verið látinn þegar hann skaut hann. Dómarinn sagði að Azaria hefði ekki skotið manninn í sjálfsvörn og benti á vitnisburði yfirmanns Azaria og sjúkraflutningamanns. Þeir sögðu Azaria hafa sagt að Sharif ætti „skilið að deyja“ skömmu áður. Dómararnir höfnuðu einnig þeim málflutningi verjenda Azaria að Sharif hefði verið að teygja sig í hnífinn sem hann hafði verið með, þar sem mynbönd af vettvangi sýndu að hnífurinn hafði verið færður þangað sem Sharif næði ekki til hans. Dómarinn, sem heitir Maya Heller, sagði þá staðreynd að maðurinn á jörðinni hafi verið hryðjuverkamaður og að hann hafi reynt að taka líf ísraelskra hermanna, ekki réttlæta aðgerðir Azaria. Refsing Azaria hefur ekki verið ákveðin.Ráðherra er ósammála Hundruð mótmælenda mótmæltu fyrir utan herstöðina í Tel Aviv, þar sem réttarhöldin fóru fram. Réttarhöldin hafa valdið miklum deilum í Ísrael en fjölmargir telja þau óréttlát. Varnarmálaráðherra Ísrael segir niðurstöðuna vera „erfiða“ og að hann sé ósammála úrskurðinum. Avigdor Lieberman kallaði þó eftir því að niðurstaðan yrði virt.Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug lesenda, en það sýnir skotárásina. Myndbandið er frá In the Now, undirmiðli RT fréttastofunnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Ísraelskur hermaður hefur verið fundinn sekur um manndráp (e. manslaughter) fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. Herdómstóll sakfelldi hinn 20 ára gamla Elor Azaria í dag, en hann skaut palestínskan mann sem hafði reynt að stinga ísraelskan hermann. Palestínumaðurinn, Abdel Fattah al-Sharif, hafði reynt að stinga annan ísraelskan hermann í borginni Hebron og var særður. Fimmtán mínútum síðar, þar sem Sharif lá á jörðinni skaut Azaria hann í höfuðið. Einn dómaranna þriggja sagði ljóst að útskýring Azaria að ógn hefði enn stafað af Sharif og að hann væri mögulega með sprengjubelti, héldi ekki vatni. Azaria hafði einnig haldið því fram að Sharif hefði þegar verið látinn þegar hann skaut hann. Dómarinn sagði að Azaria hefði ekki skotið manninn í sjálfsvörn og benti á vitnisburði yfirmanns Azaria og sjúkraflutningamanns. Þeir sögðu Azaria hafa sagt að Sharif ætti „skilið að deyja“ skömmu áður. Dómararnir höfnuðu einnig þeim málflutningi verjenda Azaria að Sharif hefði verið að teygja sig í hnífinn sem hann hafði verið með, þar sem mynbönd af vettvangi sýndu að hnífurinn hafði verið færður þangað sem Sharif næði ekki til hans. Dómarinn, sem heitir Maya Heller, sagði þá staðreynd að maðurinn á jörðinni hafi verið hryðjuverkamaður og að hann hafi reynt að taka líf ísraelskra hermanna, ekki réttlæta aðgerðir Azaria. Refsing Azaria hefur ekki verið ákveðin.Ráðherra er ósammála Hundruð mótmælenda mótmæltu fyrir utan herstöðina í Tel Aviv, þar sem réttarhöldin fóru fram. Réttarhöldin hafa valdið miklum deilum í Ísrael en fjölmargir telja þau óréttlát. Varnarmálaráðherra Ísrael segir niðurstöðuna vera „erfiða“ og að hann sé ósammála úrskurðinum. Avigdor Lieberman kallaði þó eftir því að niðurstaðan yrði virt.Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug lesenda, en það sýnir skotárásina. Myndbandið er frá In the Now, undirmiðli RT fréttastofunnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira