Erlent

Á annað hundrað fanga sluppu á Filippseyjum

Atli ísleifsson skrifar
Einn fangavörður lést í árasinni og nokkrir fangar særðust.
Einn fangavörður lést í árasinni og nokkrir fangar særðust. Vísir/AFP
Rúmlega 150 fangar struku úr fangelsi á Filippseyjum í gær eftir að vopnaður flokkur manna gerði árás á fangelsið. BBC greinir frá.

Stjórnvöld telja líklegt að öfgasinnaðir íslamistar hafi staðið að baki árásinni og að ætlunin hafi verið að frelsa fangelsaða félaga þeirra. Einn fangavörður lést í árasinni og nokkrir fangar særðust.

Filippseyjar eru að stærstum hluta kaþólskt ríki en öfgasinnaðir íslamistar sem vilja sjálfstætt ríki hafa barist fyrir því í suðurhluta landsins um áratugaskeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×