Innlent

Fóru hnuplandi og skemmandi um götur Reykjavíkur

Samúel Karl Ólason skrifar
Mennirnir tveir voru samkvæmt dagbók lögreglu í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar máls. Meint fíkniefni fundust á þeim ásamt þýfi úr öðru þjófnaðarmáli.
Mennirnir tveir voru samkvæmt dagbók lögreglu í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar máls. Meint fíkniefni fundust á þeim ásamt þýfi úr öðru þjófnaðarmáli. Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rúðubrot við Droplaugarstaði við Snorrabraut í gærkvöldi. Tveir menn voru grunaðir um verknaðinn sem höfðu flúið af vettvangi. Skömmu seinna barst tilkynning um að mennirnir væru að skemma póstkassa við Snorrabraut og síðan að brjóta rúðu í bíl við Bergþórugötu. Mennir stálu síðan úr bílnum.

Eftir það barst tilkynning þar sem mennirnir voru í húsasundi við Bergþórugötu að berja tunnur með golfkylfu. Skömmu seinna voru þeir svo komnir inn á stigagang á húsi við Laugaveg þar sem þeir stálu munum.

Þeir voru svo handteknir á Barónsstíg við Grettisgötu.

Mennirnir tveir voru samkvæmt dagbók lögreglu í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar máls. Meint fíkniefni fundust á þeim ásamt þýfi úr öðru þjófnaðarmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×