Enski boltinn

Mike Phelan var rekinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Phelan.
Mike Phelan. Vísir/getty
Mike Phelan, knattspyrnustjóra Hull City, var í kvöld rekinn úr starfi en Hull er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Phelan þarf að taka pokann sinn aðeins þremur mánuðum eftir að hann var fastráðinn.

Mike Phelan tók við tímabundið eftir að Steve Bruce hætti í júlí en fékk ekki fastráðningu fyrr en 13. október. Phelan fékk þá ráðningu út tímaiblið.

Síðasti leikur Hull City undir stjórn Mike Phelan var 3-1 tap á móti West Bromwich Albion á mánudaginn.

Hull er með 13 stig í 20 og síðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki unnið deildarleik síðan 6. nóvember.

Staðan var enn verri eftir að Swansea City vann sinn leik og sendi Hull niður í neðsta sætið.

Gary Rowett, fyrrum knattspyrnustjóri Birminham City, þykir líklegastur til að taka við Hull. Þrátt fyrir slappt gengi í ensku úrvalsdeildinni er liðið komið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×