Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2017 06:45 Fáfnir Viking er sem stendur aðeins skelin ein en átti að líta svona út. MYND/FÁFNIR Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00
Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00
Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00
Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00
Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15