Enski boltinn

Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Giroud hafði betur.
Giroud hafði betur. vísir/getty
Sporðdrekaspark Oliver Giroud, leikmanns Arsenal, sem leiddi til stórkostlegs marks sem Frakkinn skoraði í 2-0 sigri á Crystal Palace á nýársdag var töluvert flottara en sporðdrekaspark Henrikhs Mkhitaryan að mati lesenda Vísis.

Armeninn skoraði gullfallegt mark með sporðdrekasparki er hann innsiglaði 3-0 sigur United á Sunderland á öðrum degi jóla. Hann var þó vissulega rangstæður þegar sending Zlatans Ibrahimovic barst inn á teiginn.

Vísir setti upp könnun í gær þar sem lesendur fengu að skera úr um hvort markið var flottara og þar hafði Giroud betur með nokkrum yfirburðum.

Alls voru 61 prósent af þeim ríflega 7.000 sem tóku þátt í könnuninni sammála um það að markið hjá franska framherjanum væri flottara en það sem Mkhitaryan skoraði fyrir Manchester United.

Hér að neðan má sjá þessi geggjuðu mörk einu sinni enn og úrslitin úr kosningu Vísis.

Sporðdrekaspark Henrikh Mkhitaryan (01:55) Sporðdrekaspark Oliver Giroud gegn Palace (00:25)

Tengdar fréttir

Martial þarf að gera eins og Mkhitaryan

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, hefur skorað á Anthony Martial að fara að fordæmi Henrikh Mkhitaryan sem hefur komið inn í lið United af krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×