Erlent

Nýársávarp Kim jong un: N-Kórea nálgast kjarnorkuvopn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. vísir/getty
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un upplýsti um það í nýársávarpi fyrir löndum sínum að Norður-Kóreski herinn væri við það að ljúka við að þróa tækni sem gerir þeim kleyft að framleiða langdrægar kjarnorkusprengjur. Slík vopn myndu því geta náð til allra borga Bandaríkjanna. CNN greinir frá.

Í ávarpi sínu sagði leiðtoginn að markmið ríkisstjórnar sinnar væri að bregðast við ógnum „heimsvaldasinna“ og átti þar við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Asíu. Kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna hefur verið í stöðugri þróun og hafa þeir gert tilraunir með kjarnorkusprengjur alls fimm sinnum.

Fulltrúar bandaríska hersins hafa lýst yfir efasemdum um að fullyrðingar leiðtogans séu sannar, en talið er að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji ljúka þróun kjarnorkuvopna sinna sem fyrst á meðan ástand heimsmála er eins viðkvæmt og það er nú þegar valdaskipti eru yfirvofandi í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×