Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 20:54 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira