Innlent

Kínverjar virðast sniðganga Einar

Benedikt Bóas skrifar
Einar Sveinbjörnsson í veðurfréttum RÚV.
Einar Sveinbjörnsson í veðurfréttum RÚV. Mynd/Skjáskot af vef RÚV
Hvorki utanríkisráðuneytið né sendiráð Íslands í Kína hafa orðið vör við að tillaga Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, um að sniðganga ætti vörur frá Kína dragi dilk á eftir sér.

Einar sagði í veðurfréttatíma RÚV á nýársdag að ef Íslendingar ætluðu að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála gætu þeir sniðgengið vörur frá Kína. Einar sagði árið 2016 það heitasta frá upphafi mælinga.

„Kínverjar brenna kolum til að framleiða rafmagn og allar vörur sem eru framleiddar í Kína eru því óloftslagsvænar,“ sagði Einar.

Engin viðbrögð hafa borist frá kínverska sendiráðinu en það var lokað í gær. Einar var áður aðstoðarmaður Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×