Enski boltinn

Meistararnir ekki enn unnið á útivelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Riyad Mahrez í leiknum í dag.
Riyad Mahrez í leiknum í dag. vísir/getty
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni lauk með markalausu jafntefli Middlesbrough og Englandsmeistara Leicester.

Leicester hefur því ekki enn unnið deildarleik á útivelli þetta tímabilið. Aðeins Leicester og Burnley eru enn að bíða eftir sínum fyrsta útivallarsigri á tímabilinu.

Þetta var síðasti leikur Riyad Mahrez með Leicester fyrir Afríkukeppnina sem hefst síðar í mánuðinum.

Jamie Vardy var ekki með Leicester í dag þar sem hann var að taka út þriðja og síðasta leikinn í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik gegn Stoke um miðjan desember.

Lítið var um færi í leiknum og liðin áttu aðeins fjórar marktilraunir í leiknum. Besta færi Boro fékk Gaston Ramirez þegar hann skaut framhjá af stuttu færi seint í leiknum.

Leicester er í fjórtánda sæti deildarinnar með 21 stig en Middlesbrough í sextánda sæti með nítján stig, fimm stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×