Erlent

Svíar munu rannsaka aldur þúsunda hælisleitenda

Atli Ísleifsson skrifar
Aldur hælisleitanda getur skipt sköpum þegar yfirvöld taka ákvörðun um hvort umsókn fáist samþykkt eður ei.
Aldur hælisleitanda getur skipt sköpum þegar yfirvöld taka ákvörðun um hvort umsókn fáist samþykkt eður ei. Vísir/AFP
Sænsk yfirvöld hyggjast nú hefja vinnu við að rannsaka aldur þúsunda manna sem sótt hafa um hæli í landinu.

Í frétt SVT er haft eftir Fredrik Bengtsson, upplýsingafulltrúa sænsku Útlendingastofnunarinnar (Migrationsverket), að engin töf verði á ákvörðunum stofnunarinnar um hælisumsóknir, fari svo að vinnan dragist á langinn.

Um 35 þúsund fylgdarlaus börn komu til Svíþjóðar á haustmánuðum 2015 og standa sænsk yfirvöld nú frammi fyrir því að þurfa að greina aldur margra þeirra með læknisfræðilegum rannsóknum.

Bengtsson segir að enn eigi eftir að fast niðurstaða í 20 þúsund málum, en að allir munu ekki þurfa að gangast undir læknisrannsóknir.

Aldur hælisleitanda getur skipt sköpum þegar yfirvöld taka ákvörðun um hvort umsókn fáist samþykkt eður ei.

Yfirvöld hafa áður greint frá því búist sé við að læknisrannsóknir gæti þurft til í sjötíu prósent mála, sem þýðir um 14 þúsund tilvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×