Enski boltinn

Giroud: Flottasta mark ferilsins en ég var heppinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Olivier Giroud, framherji Arsenal, viðurkenndi að hann hefði haft heppnina með sér í liði í fyrsta marki Arsenal í 2-0 sigri á Crystal Palace í dag.

„Ég get ekki sagt að ég hafi skorað fallegra mark, ég var vissulega mjög heppinn en þetta var það eina sem var mögulegt. Boltinn var fyrir aftan mig og ég reyndi bara að nota hælinn,“ sagði Giroud og hélt áfram:

„Kannski datt mér þetta í hug eftir að hafa horft á markið hjá Henrikh Mkhitaryan, þetta er það eina sem var hægt í stöðunni.“

Arsenal hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera komið á beinu brautina.

„Við áttum í erfiðleikum í upphafi seinni hálfleiks en það var léttir að fá markið frá Iwobi. Við gátum leyft okkur að slaka á og reynt að halda boltanum.“

Arsenal er níu stigum á eftir Chelsea þegar mótið er hálfnað.

„Það eru nokkrir leikir framundan áður en það kemur að leiknum á Stamford Bridge og vonandi komumst við á gott skrið áður en það kemur að leiknum á Brúnni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×