Erlent

Mörg hundruð manns vísað frá nýársfögnuði í Köln

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn lögreglu var brotið kynferðislega gegn 650 konum á nýársnóttinni fyrir ári.
Að sögn lögreglu var brotið kynferðislega gegn 650 konum á nýársnóttinni fyrir ári. Vísir/afp
Mörg hundruð manns var vísað frá nýársfögnuði í miðborg Kölnar í Þýskalandi í nótt.

Lögregla var með mikinn viðbúnað til að koma í veg fyrir endurtekningu á ástandinu fyrir ári þar sem mikill fjöldi karlmanna, flestir af norður-afrískum uppruna, rændu, áreittu og brutu kynferðislega gegn fjölda kvenna.

Süddeutsche Zeitung  greinir frá því að tilkynnt hafi verið um tvær kynferðisárásir í nótt og voru sex manns handteknir. Alls hafi um níu hundruð manns verið vísað frá svæðinu við aðallestarstöðina og dómkirkju borgarinnar.

Lögregla stöðvaði för mörg hundruð manna af norður-afrískum uppruna á aðallestarstöðinni, en að sögn lögreglu höfðu þeir skipulagt ferðina til borgarinnar í sameiningu.

Hinum megin Rínar stöðvaði lögregla um þrjú hundruð manns á lestarstöðinni Köln-Messe/Deutz þar sem þeir höfðu engin skilríki meðferðis.

Að sögn lögreglu var brotið kynferðislega gegn 650 konum á nýársnóttinni fyrir ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×