Enski boltinn

Mourinho segir Martial að hlusta ekki á umboðsmanninn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Martial hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili en hann lék vel í gær.
Martial hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili en hann lék vel í gær. Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri hvatti Anthony Martial, framherja liðsins, til að einbeita sér að fótboltanum og að hlusta ekki á umboðsmanninn það sem eftir lifir vetri.

Martial sem sló í gegn í enska boltanum á síðasta ári hefur ekki átt fast sæti í liði Mourinho á þessu tímabili. Hefur það leitt til þess að hann hefur verið orðaður við ýmis lið víðsvegar um Evrópu.

Sjá einnig:Frakkarnir björguðu Manchester United á heimavelli | Sjáðu mörkin

Mourinho vildi sjá Martial einbeita sér að því að spila vel í stað þess að einblína á hvort að hann ætti að skipta um lið til að fá fleiri tækifæri.

„Fyrr í vetur fékk ég símtal daglega frá umboðsmanni Henrikh Mkhitaryan, núna þarf ég að lesa á hverjum degi í blöðunum hvert hann er víst að fara. Hann ætti frekar að einbeita sér að því sem ég segi honum og æfingunum,“ sagði Mourinho en Martial skoraði jöfnunarmark leiksins í gær.

„Það er mjög mikilvægt að hann hætti að hlusta á umboðsmanninn og hlusti á mig í staðin. Ég veit hversu góður leikmaður hann er og hann sýndi það í leiknum gegn Middlesbrough.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×