Enski boltinn

Tottenham valtaði yfir Watford í fyrsta leik ársins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tottenham átti í engum vandræðum með Watford í fyrsta leik ársins í enska boltanum en barnaleg mistök varnarmanna Watford í mörkum Tottenham gerði gestunum auðvelt fyrir í 4-1 sigri.

Tottenham komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks með marki frá Harry Kane og þremur mínútum síðar bætti hann við öðru marki.

Dele Alli komst á blað stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks og gerði endanlega út um leikinn á upphafsmínútu seinni hálfleiks með öðru marki sínu og fjórða marki Tottenham.

Mauricio Pochettino gat leyft sér að hvíla stjörnunar í seinni hálfleik og var Kane og Alli kippt af velli til að hvíla þá fyrir stórleikinn gegn Chelsea í næstu umferð.

Younes Kaboul náði aðeins að laga stöðuna fyrir Watford gegn sínum gömlu félögum í uppbótartíma en seinni hálfleikur var aðeins formsatriði fyrir Tottenham.

Með sigrinum komst Tottenham upp í þriðja sæti deildarinnar, upp fyrir Manchester City á markamun en enn eru tíu stig í topplið Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×