Erlent

23 fórust í bruna um borð í bát í Indónesíu

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að slysið megi rekja til þess að skammhlaup hafi orðið í rafal.
Lögregla segir að slysið megi rekja til þess að skammhlaup hafi orðið í rafal. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 23 fórust þegar eldur kom upp í bát undan strönd Indónesíu í gær. Að sögn talsmanns yfirvalda kom eldurinn upp skömmu eftir að báturinn lagði úr höfn í Muara Angke í Jakarta.

Lögregla segir að slysið megi rekja til þess að skammhlaup hafi orðið í rafal. Sautján er enn saknað.

Bátur Zahro Express var að flytja ferðamenn til eyja norður af indónesísku höfuðborginni og voru um 250 manns um borð. Fyrst hafði verið gefið upp að einungis hundrað manns væru um borð. 

Sjónarvottar segja að mikil ringulreið hafi skapast um borð í bátnum þegar farþegar börðust um björgunarhringa en eldurinn færðist svo mikið í aukana þegar hann náði í eldsneytisbirðir bátsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×