Erlent

MASH-leikarinn Christopher látinn

Atli Ísleifsson skrifar
William Christopher í hlutverki prestsins John Mulcahy.
William Christopher í hlutverki prestsins John Mulcahy.
Bandaríski leikarinn William Christopher lést í Pasadena í Kaliforníu í gær, 84 ára að aldri.

Christopher gerði garðinn frægan fyrir leik sinn í þáttunum MASH þar sem hann fór með hlutverk kaþólska prestsins John Mulcahy.

Í frétt TMZ um Christopher kemur fram að hann hafi ekki fylgt handriti þegar hann fór í áheyrnarprufu fyrir þættina og byrjað að spinna. Aðstandendur þáttanna urðu mjög hrifnir af farmmistöðu Christopher og buðu honum hlutverkið.

Christopher fór einnig með hlutverk í þáttunum „Gomer Pyle“, „The Andy Griffith Show“ og „Hogan's Heroes“.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×