Enski boltinn

Sjáðu sigurmark Wijnaldum og öll hin áramótamörkin | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hetjan Wijnaldum fær faðmlag frá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.
Hetjan Wijnaldum fær faðmlag frá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. vísir/getty
Georginio Wijnaldum tryggði Liverpool sigur á Manchester City í síðasta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Sex aðrir leikir fóru fram í gær. Alls voru 22 mörk skoruð í leikjunum á gamlársdag en þau má öll sjá hér að neðan.

Chelsea bætti met Arsenal yfir flesta sigurleiki í ensku úrvalsdeildinni í röð þegar liðið bar sigurorð af Stoke City, 4-2. Chelsea hefur nú unnið 13 leiki í röð.

Frakkarnir Anthony Martial og Paul Pogba tryggðu Manchester United öll þrjú stigin gegn Middlesbrough á 75 ára afmælisdegi Sir Alex Ferguson.

Andre Gray skoraði þrennu þegar Burnley rúllaði yfir Sunderland, 4-1.

Vandræði Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Swansea City aukast enn en þeir töpuðu með þremur mörkum gegn engu fyrir Bournemouth.

Þá unnu Englandsmeistarar Leicester City 1-0 sigur á West Ham og West Brom sótti sigur til Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×