Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 00:33 Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur óskað eftir aðstoð sporhunda björgunarsveitanna við leitina að Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar stúlku, sem saknað hefur verið frá því klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Þetta staðfestir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Ekki hefur þó verið boðaður út leitarhópur enda ekki nægar vísbendingar fyrir hendi til þess að afmarka sérstakt leitarsvæði að sögn lögreglu.Birna Brjánsdóttir.Hafa skoðað eftirlitsmyndavélar Lögregla lýsti eftir Birnu í gær en enn hefur ekkert spurst til hennar. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og unnið er úr öllum vísbendingum sem hingað til hafa ekki verið margar. „Við rannsóknina, sem hefur staðið yfir sleitulaust í allan dag, hefur lögregla m.a. skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu fyrr í kvöld. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrátt fyrir að sími Birnu hefði verið í grennd við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði þegar hann varð rafmagnslaus, væri ekki hægt að draga þá ályktun að hún væri skammt undan.Bíllinn fannst í miðbænum Jóhann staðfesti jafnframt að bifreið, sem Birna hefði ekið niður í bæ á föstudagskvöld, hefði fundist í miðbæ Reykjavíkur. „Hún fór á bíl niður í bæ og skildi hann þar eftir,“ sagði Jóhann. Verið er að skoða ábendingar héðan og þaðan af landinu en lögregla er þó enn engu nær. „Við erum bara að skoða þær ábendingar sem við fáum og erum engu nær ennþá,“ sagði Jóhann Karl í samtali við fréttastofu um hálf tólf í kvöld. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 - 1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Lögregla hefur óskað eftir aðstoð sporhunda björgunarsveitanna við leitina að Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar stúlku, sem saknað hefur verið frá því klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Þetta staðfestir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Ekki hefur þó verið boðaður út leitarhópur enda ekki nægar vísbendingar fyrir hendi til þess að afmarka sérstakt leitarsvæði að sögn lögreglu.Birna Brjánsdóttir.Hafa skoðað eftirlitsmyndavélar Lögregla lýsti eftir Birnu í gær en enn hefur ekkert spurst til hennar. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og unnið er úr öllum vísbendingum sem hingað til hafa ekki verið margar. „Við rannsóknina, sem hefur staðið yfir sleitulaust í allan dag, hefur lögregla m.a. skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu fyrr í kvöld. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrátt fyrir að sími Birnu hefði verið í grennd við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði þegar hann varð rafmagnslaus, væri ekki hægt að draga þá ályktun að hún væri skammt undan.Bíllinn fannst í miðbænum Jóhann staðfesti jafnframt að bifreið, sem Birna hefði ekið niður í bæ á föstudagskvöld, hefði fundist í miðbæ Reykjavíkur. „Hún fór á bíl niður í bæ og skildi hann þar eftir,“ sagði Jóhann. Verið er að skoða ábendingar héðan og þaðan af landinu en lögregla er þó enn engu nær. „Við erum bara að skoða þær ábendingar sem við fáum og erum engu nær ennþá,“ sagði Jóhann Karl í samtali við fréttastofu um hálf tólf í kvöld. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 - 1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47
„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00