Tek menn ekki af velli eftir fyrstu mistök Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 06:30 Geir Sveinsson hugsi yfir gangi mála í leiknum gegn Túnis. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti