Erlent

Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Hundarnir Bo og Sunny.
Hundarnir Bo og Sunny. vísir/getty
Sunny, annar tveggja hunda Obama fjölskyldunnar, beit 18 ára stúlku í kinnina á mánudaginn var.

Stúlkan, sem er átján ára gömul, er vinkona Maliu Obama sem er elsta dóttir forsetans. Atvikið átti sér stað þegar stúlkan beygði sig niður til þess að kyssa Sunny. Hundurinn beit hana þá í kinnina og hlaut stúlkan skurð.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs var skurðurinn það djúpur að sauma þurfti fyrir.

Sunny er portúgalskur vatnahundur en hundar af þeirri tegund eru ekki gjarnir á að bíta fólk. Sunny kom á heimili Obama-fjölskyldunnar árið 2013 en hundurinn Bo var þar fyrir. Eru þeir af sömu tegund. 

Malia Obama er með ofnæmi fyrir flestum hundategundum en portúgalskir vatnahundar er ekki sérlega ofnæmisvaldandi, miðað við aðrar tegundir. Því varð tegundin fyrir valinu þegar fjölskyldan ákvað að festa kaup á hundi skömmu eftir að hún flutti inn í Hvíta húsið 2008. 


Tengdar fréttir

Hundurinn Sunny fluttur í Hvíta Húsið

Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa nú boðið velkominn í fjölskylduna, hundinn, Sunny. Hundurinn er portúgalskur vatnahundur og eru allir í Hvíta Húsinu í skýjunum með nýjasta meðliminn. Talsmaður Hvíta Hússins sagði á Twitter síðu sinni að þessi tegund henti vel þeim eru með ofnæmi, en dóttir hjónanna, Malia Obama er einmitt með hundaofnæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×