Þingsályktun um þjóðaratkvæði á síðasta ári kjörtímabilsins 15. janúar 2017 13:14 Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“ Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“
Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira