Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 19:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Vilji Bandaríkin bjóða sýrlenskum Kúrdum að samningaborðinu í Sýrlandi, er alveg eins hægt að bjóða Íslamska ríkinu. Þetta er viðhorf yfirvalda í Tyrklandi varðandi friðarviðræðurnar sem fara fram í Kasakstan þann 23. janúar næstkomandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í vikunni að Kúrdar yrðu á „einhverjum tímapunkti“ að koma að viðræðunum. Tyrkir urðu æfir yfir ummælunum. „Ef þú ætlar að bjóða hryðjuverkasamtökum að borðinu má alveg eins bjóða Al Nusra og Daesh,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrkja í dag. Þar vísar hann til samtaka sem kallast nú Jabat Fateh al-Sham og hétu áður Nusra Front og tengjast al-Qaeda annars vegar og Íslamska ríkisins hins vegar.Cavusoglu heimtaði að Bandaríkin myndu hætta að starfa með „hryðjuverkasamtökum“. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið mjög afkastamiklir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa, með stuðningi Bandaríkjanna, lagt undir sig stóran hluta landsins í norðri. Þeir sækja nú gegn borginni Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en Tyrkir gerðu innrás í Sýrlandi í fyrra, til að stöðva sókn Kúrda til vesturs. Þeir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið sem olía á eld uppreisnar Kúrda í Tyrklandi, sem staðið hefur yfir í áratugi. Tyrkir hafa ítrekað lýst yfir reiði og vonbrigðum vegna samstarfs Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Fyrr í vikunni birtist yfirlýsing frá Kúrdum í Sýrlandi og bandamönnum þeirra, sem sögðust ekki tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi á nokkurn hátt. Yfirlýsingunni var tíst af U.S. Central Command. Tyrkir brugðust reiðir við og spurðu hvort að stjórnvöld í Washington hefðu „tapað vitinu“.SDF confirms that it has no affiliation or ties to PKK pic.twitter.com/mvENTcBpoQ— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 11, 2017 Mið-Austurlönd Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Vilji Bandaríkin bjóða sýrlenskum Kúrdum að samningaborðinu í Sýrlandi, er alveg eins hægt að bjóða Íslamska ríkinu. Þetta er viðhorf yfirvalda í Tyrklandi varðandi friðarviðræðurnar sem fara fram í Kasakstan þann 23. janúar næstkomandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í vikunni að Kúrdar yrðu á „einhverjum tímapunkti“ að koma að viðræðunum. Tyrkir urðu æfir yfir ummælunum. „Ef þú ætlar að bjóða hryðjuverkasamtökum að borðinu má alveg eins bjóða Al Nusra og Daesh,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrkja í dag. Þar vísar hann til samtaka sem kallast nú Jabat Fateh al-Sham og hétu áður Nusra Front og tengjast al-Qaeda annars vegar og Íslamska ríkisins hins vegar.Cavusoglu heimtaði að Bandaríkin myndu hætta að starfa með „hryðjuverkasamtökum“. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið mjög afkastamiklir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa, með stuðningi Bandaríkjanna, lagt undir sig stóran hluta landsins í norðri. Þeir sækja nú gegn borginni Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en Tyrkir gerðu innrás í Sýrlandi í fyrra, til að stöðva sókn Kúrda til vesturs. Þeir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið sem olía á eld uppreisnar Kúrda í Tyrklandi, sem staðið hefur yfir í áratugi. Tyrkir hafa ítrekað lýst yfir reiði og vonbrigðum vegna samstarfs Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Fyrr í vikunni birtist yfirlýsing frá Kúrdum í Sýrlandi og bandamönnum þeirra, sem sögðust ekki tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi á nokkurn hátt. Yfirlýsingunni var tíst af U.S. Central Command. Tyrkir brugðust reiðir við og spurðu hvort að stjórnvöld í Washington hefðu „tapað vitinu“.SDF confirms that it has no affiliation or ties to PKK pic.twitter.com/mvENTcBpoQ— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 11, 2017
Mið-Austurlönd Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira