Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 23:57 Sema Erla Serdar. Vísir/Eyþór Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira