Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið/Valli Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira