Enski boltinn

Ísland mætir Síle í úrslitum Kínabikarsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
César Pinares fagnar marki Síle í dag.
César Pinares fagnar marki Síle í dag. vísir/getty
Síle verður mótherji Íslands í úrslitaleik Kínabikarsins á sunnudagsmorgun en Síle lagði Króatíu í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í dag.

César Pinares kom Síle yfir á 19. mínútu leiksins en Franko Andrijasevic jafnaði metin fyrir króatíska liðið þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Króatíu gekk mjög illa að koma boltanum í netið í vítaspyrnukeppninni sem Síle vann, 4-1. Sigurlaunin eru úrslitaleikur gegn Íslandi, sem vann Kína 2-0 í gær, á sunnudaginn klukkan 7.30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Þetta verður fyrsti leikur íslenska landsliðsins gegn liði frá Suður-Ameríku í fimmtán ár eða síðan Brassar tóku okkur í bakaríið í vináttuleik árið 2002.

Ísland lagði Kína í undanúrslitum í gær, 2-0, þar sem Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu mörkin. Króatía og Kína mætast í leiknum um bronsið á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×