Ekki verið rætt um að senda leikmenn í nákvæma læknisskoðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2017 21:15 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00
Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti