Dyraverðir segja fólk meðvitaðra um hætturnar: Stelpur halda hópinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. janúar 2017 20:00 Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira