Innlent

Maðurinn sem leitað var að á Esjunni er látinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn.
Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. vísir/Jóhann
Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Tveir voru í för með honum og er annar þeirra slasaður, en báðir hafa verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Allir þrír lentu í snjóflóðinu en tveir þeirra komust úr flóðinu af sjálfsdáðum.

Snjóflóðið féll í Grafardal í um 600 metra hæð. Björgunarsveitir Landsbjargar af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út og farið var með ýmiss konar tækjabúnað, leitarhunda, og vélsleða, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til aðstoðar sem og lögreglan.

Eftir að maðurinn fannst var hann fluttur á sjúkrahús með þyrlunni.

Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna kom á vettvang eftir að tilkynnt var um slysið, en þyrla og sjúkraflutningamenn voru einnig kölluð til aðstoðar.

Aðstandendur vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×