Fótbolti

Sjö í röð hjá Bayern | Orkudrykkjadrengirnir fyrsti til að sigra Hoffenheim

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bayern Munchen heldur þriggja stiga forskoti á toppi þýsku deildarinnar eftir 2-1 sigur á Werder Bremen á útivelli í dag en Aron Jóhansson kom ekkert við sögu í liði Werder Bremen.

Bæjarar komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Arjen Robben og David Alaba en Max Kruse náði að laga stöðuna fyrir heiammenn í upphafi seinni hálfleiks.

Það reyndist vera síðasta mark leiksins og lauk leiknum með 2-1 sigri Bayern sem heldur þriggja stiga forskoti á RB Leipzig þegar deildin er rúmlega hálfnuð.

Nýliðar RB Leipzig virðast ekki ætla að gefast upp í baráttunni um þýska meistaratitilinn en liðið varð í dag fyrsta liðið til að sigra Hoffenheim á heimavelli sínum.

Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 en eftir rautt spjald á Sandro Wagner, leikmann Hoffenheim, var það austurríski landsliðsmaðurinn Marcell Sabitzer sem skoraði sigurmark Leipzig og tryggði sigurinn á 77. mínútu.

Liðsfélagar Alfreðs Finnbogasonar unnu fyrsta sigur tímabilsins í fjarveru hans þegar þeir sóttu þrjú stig til Wolfsburg. Lyfti Augsburg sér með því upp fyrir Wolfsburg í 12. sætið en Alfreð hefur ekkert leikið með liðinu undanfarna mánuði vegna meiðsla.

Þá vann Köln stórsigur á botnliði Darmstadt á útivelli 6-1 en Köln skoraði í tvígang þrjú mark á korteri sem og kom því ekki að sök að Darmstadt náði að minnka muninn í 1-3 um miðbik seinni hálfleiks.

Úrslit dagsins:

Darmstad 1-6 Köln

Ingolstadt 3-1 Hamburger SV

RB Leipzig 2-1 Hoffenheim

SV Werder Bremen 1-2 Bayern Munchen

Wolfsburg 1-2 FC Augsburg

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×