Sport

Serena Willams sigraði systur sína og vann sér sinn 23. titil

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Serena var einbeitt og ætlaði sér að sigra.
Serena var einbeitt og ætlaði sér að sigra.
„Hún er einbeitt, hún er ákveðin og hún hugsar ekki um þá staðreynd að hún sé að keppa við systur sína,“ segir Patrick Mouratglou, þjálfari Serenu Williams en hún  sigraði eldri systur sína, Venus Williams, á opna ástralska meistaramótinu og vann sér þar með sinn 23 titil á stórmóti. CNN greinir frá.

Serena ritaði nafn sitt í sögubækurnar með þessum sigri og er því komin fram úr Steffi Graf sem hefur hingað til staðið Serenu framar. Hún er nú aðeins einum titli á eftir Margaret Court sem á metið í sigrum í tennisheiminum með 24 titla.

Miðað við hversu vel hún stóð sig á mótinu í Melbourne er ekki búist við öðru en hún nái Court í titlafjölda.

Venus flutti hjartræma ræðu að leiknum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×