Reynt að kúga rafeyri út úr Epal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Heimasíða Epal varð fyrir tölvuárás og var fyrirtækið krafið um lausnargjald fyrir vefsíðuna. Mynd/Epal Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira