Viðskipti innlent

Gló opnar í Kaupmannahöfn

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi og einn eigenda Gló.
Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi og einn eigenda Gló. Vísir/Stefán
Nýr veitingastaður Gló verður opnaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Staðurinn verður stærsti veitingastaðurinn í dönsku stórversluninni og verður í matarkjallara hennar. Um er að ræða fimmta Gló-staðinn og þann fyrsta utan Íslands.

Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Gló, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. Segist hann ætla að einbeita sér að uppbyggingu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum og að Baldur Már Helgason taki við sem framkvæmdastjóri þess á Íslandi.

„Magasin leitaði til okkar fyrir um tveimur árum með þá hugmynd að byggja upp og reka veitingastað í nafni Gló. Síðan þróaðist hugmyndin og nú höfum við gengið frá samningum og uppbyggingin er fram undan,“ segir Elías.

Gló er í eigu fjárfestanna og hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og hjónanna og stofnenda Gló, Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. janúar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×