Flest listaverkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands Guðný Hrönn skrifar 25. janúar 2017 10:15 Auður Lóa útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Fréttablaðið/Stefán Það er listakonan Auður Lóa Guðnadóttir sem byrjar árið í sýningarrýminu Plássi með sýningu sinni Mythologies, eða á íslensku Goðsagnir, en Pláss er nýtt sýningarrými vefverslunarinnar Listaverkasölunnar. „Goðsagnir er ljósmyndasýning og skúlptúrsýning í senn, þetta eru sem sagt ljósmyndir sem teknar eru af skúlptúrum,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa sem vann skúlptúra sýningar sinnar í Dublin þar sem hún hafði vinnupláss hjá MART Gallery í október í fyrra. „Verkin í þessari seríu eru öll unnin í pappamassa sem er mikið uppáhaldsefni hjá mér þessa dagana. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt, en það er það sem er það besta við hann. Þá verða verkin að einhverju leyti til af tilviljun. Það er líka af hálfgerðri tilviljun að ég skuli vera að sýna ljósmyndir, en það hef ég aldrei gert áður. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að flest verkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands.“Tígrisdýrið er í ákveðnu uppáhaldi hjá Auði.Auður kveðst hafa mikinn áhuga á sögu, antík og skrautmunum og byggir sýninguna á þeim áhuga. „Skúlptúrarnir eru allir á stærð við styttur sem væru til skrauts í glugga. Myndefnið er sígilt; svanur, naktar konur, hermenn á hestbaki og tígrisdýr. Fígúrurnar eru svo ljósmyndaðar á greinandi hátt, eins og minjar á safni,“ útskýrir Auður. Auður Lóa segir ferlið við að vinna sýningu sem þessa vera bæði skemmtilegt og krefjandi. „Það sem er auðvitað langskemmtilegast að vinna í stúdíóinu er að búa til listaverkið sjálft. Uppsetning sýninga getur reynst flókin og mikill tími fer í mjög ólistrænt, praktískt ferli, svo sem að spartla, skrifa texta og tölvupóst, ferja hluti milli staða, kannski ryksuga og kaupa vín fyrir sýningargesti. Það er ekki mikill glamúr í því.“ „En í heildina hefur verið mjög skemmtilegt að setja upp þessa sýningu, enda reka þau Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns Plássið af mikilli fagmennsku,“ segir Auður. Þess má geta að sýningin verður opnuð á morgun, 26. janúar, í Plássi. Verk Auðar verða svo til sölu á sölu á vef Listaverkasölunnar www.listaverkasalan.com. Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Það er listakonan Auður Lóa Guðnadóttir sem byrjar árið í sýningarrýminu Plássi með sýningu sinni Mythologies, eða á íslensku Goðsagnir, en Pláss er nýtt sýningarrými vefverslunarinnar Listaverkasölunnar. „Goðsagnir er ljósmyndasýning og skúlptúrsýning í senn, þetta eru sem sagt ljósmyndir sem teknar eru af skúlptúrum,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa sem vann skúlptúra sýningar sinnar í Dublin þar sem hún hafði vinnupláss hjá MART Gallery í október í fyrra. „Verkin í þessari seríu eru öll unnin í pappamassa sem er mikið uppáhaldsefni hjá mér þessa dagana. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt, en það er það sem er það besta við hann. Þá verða verkin að einhverju leyti til af tilviljun. Það er líka af hálfgerðri tilviljun að ég skuli vera að sýna ljósmyndir, en það hef ég aldrei gert áður. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að flest verkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands.“Tígrisdýrið er í ákveðnu uppáhaldi hjá Auði.Auður kveðst hafa mikinn áhuga á sögu, antík og skrautmunum og byggir sýninguna á þeim áhuga. „Skúlptúrarnir eru allir á stærð við styttur sem væru til skrauts í glugga. Myndefnið er sígilt; svanur, naktar konur, hermenn á hestbaki og tígrisdýr. Fígúrurnar eru svo ljósmyndaðar á greinandi hátt, eins og minjar á safni,“ útskýrir Auður. Auður Lóa segir ferlið við að vinna sýningu sem þessa vera bæði skemmtilegt og krefjandi. „Það sem er auðvitað langskemmtilegast að vinna í stúdíóinu er að búa til listaverkið sjálft. Uppsetning sýninga getur reynst flókin og mikill tími fer í mjög ólistrænt, praktískt ferli, svo sem að spartla, skrifa texta og tölvupóst, ferja hluti milli staða, kannski ryksuga og kaupa vín fyrir sýningargesti. Það er ekki mikill glamúr í því.“ „En í heildina hefur verið mjög skemmtilegt að setja upp þessa sýningu, enda reka þau Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns Plássið af mikilli fagmennsku,“ segir Auður. Þess má geta að sýningin verður opnuð á morgun, 26. janúar, í Plássi. Verk Auðar verða svo til sölu á sölu á vef Listaverkasölunnar www.listaverkasalan.com.
Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira