Ólafía með stórstjörnum í ráshópi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2017 08:50 Cheyenne Woods, Ólafía Þórunn og Natalie Gulbis. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún keppir á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum. Ólafía er í ráshópi með þekktum kylfingum á mótaröðinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis. Woods er eitt þekktasta nafnið í golfheiminum en frændi hennar er Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður heims. Cheyenne Woods er 26 ára en faðir hennar, Earl, er hálfbróðir Tiger. Hún útskrifaðist úr Wake Forest-háskólanum árið 2012, þeim sama og Ólafía Þórunn sótti á sínum tíma. Sjá einnig: Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Woods komst inn á Evrópumótaröðina árið 2013 og vann sitt fyrsta mót ári síðar. Hún komst svo í gegnum úrtökumótaröðina fyrir LPGA síðla árs 2014. Gulbis er 34 ára og hefur verið á LPGA-mótaröðinni síðan 2002. Hún á einn sigur að baki en Gulbis er engu að síður eitt þekktasta nafnið á mótaröðinni og hefur verið síðustu árin. Hún hefur einnig vakið athygli utan golfvallarins. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu, þeirra á meðal Ariya Jutanugarn sem varð efst á peningalistanum á síðasta tímabili og er í öðru sæti heimslistans. Meðal annarra keppenda má nefna Lexi Thompson og Brooke Henderson. Ólafía hefur á morgun leik á 1. teig, klukkan 13.22 á íslenskum tíma. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 16.30. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún keppir á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum. Ólafía er í ráshópi með þekktum kylfingum á mótaröðinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis. Woods er eitt þekktasta nafnið í golfheiminum en frændi hennar er Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður heims. Cheyenne Woods er 26 ára en faðir hennar, Earl, er hálfbróðir Tiger. Hún útskrifaðist úr Wake Forest-háskólanum árið 2012, þeim sama og Ólafía Þórunn sótti á sínum tíma. Sjá einnig: Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Woods komst inn á Evrópumótaröðina árið 2013 og vann sitt fyrsta mót ári síðar. Hún komst svo í gegnum úrtökumótaröðina fyrir LPGA síðla árs 2014. Gulbis er 34 ára og hefur verið á LPGA-mótaröðinni síðan 2002. Hún á einn sigur að baki en Gulbis er engu að síður eitt þekktasta nafnið á mótaröðinni og hefur verið síðustu árin. Hún hefur einnig vakið athygli utan golfvallarins. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu, þeirra á meðal Ariya Jutanugarn sem varð efst á peningalistanum á síðasta tímabili og er í öðru sæti heimslistans. Meðal annarra keppenda má nefna Lexi Thompson og Brooke Henderson. Ólafía hefur á morgun leik á 1. teig, klukkan 13.22 á íslenskum tíma. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 16.30.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira