Króatía og Slóvenía í undanúrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 21:20 Króatía er komin í undanúrslit. vísir/epa Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða