Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vinnur úr sandinum á Bahamaeyjum. mynd/gsí-seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira