Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi 24. janúar 2017 14:01 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stærsti eigandi Pressunnar ehf. Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. Samkvæmt nýjum ársreikningi Pressunnar, sem var skilað inn til ársreikningaskrár Ríkisskatttjóra þann 18. janúar, námu eignir félagsins í árslok 2015 alls 601 milljón króna og jukust um 279 milljónir milli ára. Það sama ár skuldaði félagið 444 milljónir en 69 milljónir árið þar á undan. Lán frá hluthöfum jukust um liðlega 58 milljónir á milli ára og námu samtals 206 milljónum af skuldum Pressunnar í árslok 2015. Þá tók Pressan skuldabréfalán upp á tæplega 50 milljónir á árinu 2015. Laun og launatengd gjöld jukust úr 33 milljónum árið 2014 í 108 milljónir árið á eftir.Ársreikningi DV ehf ekki verið skilað Vefpressan er skráður eigandi flestra vefmiðla fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Er þar meðal annars um að ræða Pressuna.is og Bleikt.is. Eyjan miðlar ehf., dótturfélag Pressunnar, heldur utan um rekstur vefmiðilsins Eyjunnar.is og var rekið með 6,6 milljóna króna tapi í fyrra. Ársreikningi DV ehf. fyrir 2015 hefur ekki enn verið skilað inn til ársreikningaskrár. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, átti 25 prósenta hlut í móðurfélaginu í eigin nafni eins og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í árslok 2015. Félag þeirra, Kringluturninn ehf., átti einnig fjórðungshlut eins og AB 11 ehf., sem er líka í eigu Björns Inga og Arnars. Hluthafalisti Pressunnar hefur síðan þá tekið breytingum samkvæmt skráningu fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Kringluturninn á nú 28 prósenta hlut og Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, alls 31,85 prósent. AB 11 á nú 22,15 prósent og Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, alls tíu prósent. Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri á að lokum átta prósenta hlut. Fjölmiðlar Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. Samkvæmt nýjum ársreikningi Pressunnar, sem var skilað inn til ársreikningaskrár Ríkisskatttjóra þann 18. janúar, námu eignir félagsins í árslok 2015 alls 601 milljón króna og jukust um 279 milljónir milli ára. Það sama ár skuldaði félagið 444 milljónir en 69 milljónir árið þar á undan. Lán frá hluthöfum jukust um liðlega 58 milljónir á milli ára og námu samtals 206 milljónum af skuldum Pressunnar í árslok 2015. Þá tók Pressan skuldabréfalán upp á tæplega 50 milljónir á árinu 2015. Laun og launatengd gjöld jukust úr 33 milljónum árið 2014 í 108 milljónir árið á eftir.Ársreikningi DV ehf ekki verið skilað Vefpressan er skráður eigandi flestra vefmiðla fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Er þar meðal annars um að ræða Pressuna.is og Bleikt.is. Eyjan miðlar ehf., dótturfélag Pressunnar, heldur utan um rekstur vefmiðilsins Eyjunnar.is og var rekið með 6,6 milljóna króna tapi í fyrra. Ársreikningi DV ehf. fyrir 2015 hefur ekki enn verið skilað inn til ársreikningaskrár. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, átti 25 prósenta hlut í móðurfélaginu í eigin nafni eins og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í árslok 2015. Félag þeirra, Kringluturninn ehf., átti einnig fjórðungshlut eins og AB 11 ehf., sem er líka í eigu Björns Inga og Arnars. Hluthafalisti Pressunnar hefur síðan þá tekið breytingum samkvæmt skráningu fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Kringluturninn á nú 28 prósenta hlut og Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, alls 31,85 prósent. AB 11 á nú 22,15 prósent og Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, alls tíu prósent. Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri á að lokum átta prósenta hlut.
Fjölmiðlar Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira