Endurreisn þorrablótsins: Viðskiptahugmynd sem sló í gegn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. janúar 2017 13:30 Þorramaturinn gerður tilbúinn Vísir/Anton Brink Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan. Þorrablót Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan.
Þorrablót Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira