Gujo byggir upp grænlenska þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2017 21:30 Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo. Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo.
Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15