Fótbolti

Viðar Örn áfram í miklu stuði í Ísrael

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Vísir/AFP
Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk Maccabi Tel Aviv í 2-2 jafntefli í Íslendingaslag í ísraelsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Maccabi Tel Aviv gerði þá jafntefli við Maccabi Haifa á útivelli en Viðar Örn skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma leiksins.

Maccabi Tel Aviv lenti 1-0 undir eftir aðeins tólf mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik. Viðar jafnaði á 66. mínútu en þremur mínútum fyrir leikslok komst Maccabi Haifa aftur yfir.

Viðar Örn Kjartansson var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta og skoraði jöfnunarmarkið á fyrstu mínútu í uppbótartíma.

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar náðu þar með í fyrsta stigið síðan að Hólmar kom til liðsins í byrjun ársins en liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og fjórum leikjum í röð í öllum keppnum.

Þriggja leikja sigurganga Maccabi Tel Aviv í deildinni endaði í kvöld en liðið er áfram í öðru sæti nú átta stigum á eftir toppliði Hapoel Be'er Sheva. er í sjöunda sæti tólf stigum á eftir Maccabi Tel Aviv.

Viðar Örn Kjartansson er þar með kominn með tíu mörk í ísraelsku deildinni á þessu tímabili og það vara í átján leikjum.

Viðar hefur skorað sjö mörk í síðustu sex leikjum Maccabi Tel Aviv í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×