Ungt fólk skilið eftir
Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort.
Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins.
Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika.
Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað.
Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði.
Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara
Andri Þorvarðarson skrifar
„Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Þurr janúar. Er það ekki málið?
Árni Einarsson skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Trú er holl
Skúli S. Ólafsson skrifar
Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu
Sandra B. Franks skrifar
Sterk sveitarfélög skipta máli
Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar
Undirgefni, trúleysi og tómarúm
Einar Baldvin Árnason skrifar
Reistu hamingjunni heimili
Árni Sigurðsson skrifar
Það tapa allir á orkuskortinum
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
RÚV og litla vandamálið
Ásgeir Sigurðsson skrifar
ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Takk Björgvin Njáll, eða þannig
Ólafur Þór Ólafsson skrifar
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Aðför að réttindum verkafólks
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Orkuverð og sæstrengir
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar
Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi
Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar
Að þora að stíga skref
Magnús Þór Jónsson skrifar
Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu?
Örn Karlsson skrifar
Ó Palestína
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar
Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
„Þetta er algerlega galið“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hvernig getum við stigið upp úr sorginni?
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar
Haraldur Ólafsson skrifar
Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða
Árni Sigurðsson skrifar
Skilaboð hátíðarinnar
Skúli S. Ólafsson skrifar
Er þetta alvöru?
Bjarni Karlsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól!
Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið
Tinna Traustadóttir skrifar