Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Sjá meira
Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20
Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06