Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Þar förum við einnig yfir stöðuna í pólitíkinni en ráðherra Viðreisnar segir það hafa verið misök hjá Bjartri framtíð að slíta ríkisstjórnarsamsarfinu. Óttarr Proppé segir aftur á móti að ríkisstjórnarsamstarfið hafi skaðað Bjarta framtíð

Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Í fréttatímanum ræðum við við sérfræðing í netöryggismálum sem segir dæmi um slík mál hér á landi.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×